HUGM4LT07 Aðferðir við listsköpun 3. hluti

Markmið áfangans er að kynna nemendum mismunandi nálgun á listsköpun; að láta hugmyndir leiða áfram til tiltekinni niðurstöðu og að vinna innan ramma yfirlýsinga eða verkreglna sem settar hafa verið fyrirfram. Nemendur fá þjálfun í ólíkum aðferðum í gegnum verkefnavinnu undir handleiðslu kennara.

Einnig er skoðað hvernig sýningarrými/listsýningar eru vettvangur fyrir miðlun frásagna af ýmsu tagi og vinna nemendur verkefni þar að lútandi.

Í lok áfanganseiga nemendur að hafa fengið þjálfun í mismunandi aðferðum við listsköpun og hafa öðlast skilning á því að verkefni kunna að krefjast mismunandi nálgunar. Þeir eiga einnig að hafa kannað á hvern hátt vinnuaðferð eða birtingarmáti verks getur verið hluti, merkingar eða túlkunar.

Fyrirlestrar, verkefni og æfingar, vinna undir handleiðslu og einkatímar: 78 stundir.

Eigin verkefnavinna: 90 stundir.

Námsmat: Verkefni.

Ráðlagt lesefni:

  • Bright, SusanArt Photography Now, Thames&Hudson.
  • Caruana, Natasha&Fox Anna: Basics Creative Photography 03:Behind the Image; Research in Photography.AVA Publishing.
  • Cotton, CharlotteThe Photograph as Contemporary Art. Thames&Hudson
  • Short, MariaBasics Creative Photography 02: Context and Narrative.AVA Publishing.
Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna