Markmið áfangans er lögð áhersla á að nemendur fái kynningu á virkni listheimsins og hvernig það er að starfa innan hans. Þeir fá markvissa þjálfun í ýmsum hagnýtum þáttum s.s. gerð ferilskrár (CV) og ritun yfirlýsinga. Fjallað er um starfsumhverfi listamannsins, sölu á myndum, höfundarrétt fagfélög og nemendum kynntar helstu stofnanir listheimsins s.s. söfn, gallerí, hátíðir og messur. Þeir fá þjálfun í því að sækja um sýningar, styrki og að leggja fram verk í samkeppni. Í áfanganum er farið í heimsóknir í liststofnanir. Nemendur fá þjálfun í að gera greinagerðir og í að tjá sig um eigin verk og hugmyndir.
Í lok áfanganseiga nemendur að hafa fengið nokkra innsýn í virkni listheimsins og hlotið þjálfun í að sækja um styrki, samkeppnir, sýningar og gera ferilskrá. Þeir eiga að hafa rannsakað eigin ætlanir og markmið og hlotið þjálfun í að kynna hugmyndir sína og verk, bæði skirflega og munnlega.
Fyrirlestrar, sýnikennsla, hópvinna, vettvangsferðir: 80 stundir.
Eigin verkefnavinna: 64 stundir.
Námsmat: Verkefni.
Ráðlagt lesefni:
- Volk, Larry: No Plastic Sleeves: The Complete Portfolio Guide for Photographers and Designers.Focal Press