LIST4LS02 Listasaga 1. hluti

Markmið áfangans er að gefa yfirlit yfir þróun heimslistar með áherslu á evrópska myndlist og að rekja þá þróun sem liggur alþjóðlegri myndlist samtímans til grundvallar. Viðfangsefnið er myndlist fyrri alda, frá árdögum og fram á nítjándu öld. Í áfanganum er lögð áhersla á greiningu og lestur myndverka, að fjalla um átök raunsæis og stílfærslu, skoða samhengi listasögu og samfélagsþróunar og hina róttæku endurskoðun myndlistar á nítjándu öld.

Nemendur vinna ljósmynd út frá viðfangsefnum námskeiðisins og skilar hver nemandi 300 orða greinargerð um það verkefni og ritgerð (1.500 orð) um myndlistarverk að eigin vali.

Kennari leggur fram og vísar á lesefni í upphafi áfanga.

Í lok áfangans eiga nemendur að hafa almenna yfirsýn yfir þróun myndlistar í Evrópu fram til 1900. Skilja mikilvægi endurreisnartímabilsins í myndlistar- og hugmyndasögu Evrópu. Geta fjallað um róttæka endurskoðun í myndlist 19. aldar og sett hana í samhengi við samtímann. Nemendur þurfa að geta greint og fjallað um myndverk út frá sögulegu samhengi og hugmyndalegu inntaki.

Fyrirlestrar: 15 stundir.

Eigin vinna gagnaöflun: 33 stundir.

Námsmat: Ritgerð og greinargerð.

Ráðlagt lesefni:

  • Gombirch, E.H.Saga listarinnar. Mál og menning.
Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna