LJÓB4LB02 Ljósmyndabókin

Markmið áfangans er að kynna nemendum ljósmyndabækur sem listform og það ferli liggur þeim að baki. Nemendur fá yfirlit yfir sögu miðilsins, kynnast birtingarmynd ljósmyndarinnar í bókverkum af ólíkum toga og mikilvægi bókverksins sem listforms í samtímanum. Þeir fá þjálfun í að skoða slík verk og greina. Fá innsýn í mikilvæga listræna og hagnýta þætti er varða bókagerð eins og val á efni, hönnun, prentun og mismunandi útgáfuform.

Markmið áfangans er ekki síst að efla gagnrýna hugsun nemenda og að kynna þeim þá skapandi möguleika sem í miðlinum felast.

Í lok áfangans er stefnt að því að nemendur hafi all nokkra þekkingu á mismunandi tegundum ljósmyndabóka, hafi öðlast yfirsýn yfir sögu miðilsins, séu meðvitaðir um stöðu bókverka í listumhverfi samtímans. Eins er markmiðið að nemendur þekki helstu þætti vinnuferlisins að baki bókverkum og hafi kynnst mismunandi leiðum við útgáfu.

Fyrirlestrar, vinna undir handleiðslu: 30 stundir.

Eigin verkefnavinna: 18 stundir.

Námsmat: Verkefni.

Skyldulesefni:

  • Martin Parr & Gerry BadgerThe Photobook: A History – Volume 1, Volume 2, Volume 3.
  • Gerry BadgerThe Pleasures of Good Photographs. Aperture.
  • Jörg ColbergUnderstanding Photobooks. Focal Press.
Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur