LJÓS4LH02 Myndavélin – ljósop, hraði og myndsköpun

Markmið áfangans er að nemendur verði færir um að beita ýmsum tæknilegum þáttum ljósmyndamiðilsins markvisst við sköpun eigin myndverka. Kanna þeir eiginleika mismunandi gerða myndavéla og hvernig það að beita ólíkum myndavélum, mismunandi stillingum og linsum hefur áhrif  í myndsköpun.

Skoðaðir eru mismunandi eiginleikar 35 mm  og „mediumformat“ filmuvéla sem og eiginleikar stafrænna myndavéla. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning á grundvallar tæknilegum þáttum eins ljósopi, hraða, mismunandi ljómnæmi („iso“-stillingum) og samspili slíkra þátta við myndsköpun og kennt er á notkun ljósmæla. Í áfanganum skila nemendur ýmsum verklegum æfingum og verkefnum og er við skil ítarlega farið yfir þau með áherslu á að skoða og ræða þá tækni sem notuð var við lausn verkefnisins í hverju tilfelli.

Í lok áfangans eiga nemendur að hafa rannsakað ólíkar gerðir filmuvéla sem og stafrænar myndavélar, eiga að þekkja ólíka eiginleika þeirra og helstu möguleika sem í þeim felast. Þeir eiga að kunna að nota ljósmæla og að nýta sér ljósop og hraða til að ná tilætluðum áhrifum við myndsköpun.

/málstofa, verkefnavinna undir handleiðslu: 30 stundir.

Eigin verkefnavinna: 18 stundir.

Námsmat: Verkefni, vinnubók.

Skyldulesefni:

  • London, Barbara &Upton, John og fleiri: Photography. Pearson.

Ráðlagt lesefni:

  • Caroll, HenryRead This if you Want to Take Great Photographs. Laurence King Publishing.
Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna