LJÓS4SF02 Svarthvít filmuframköllun og stækkun, 2. hluti

Markmið áfangans er að nemendur hljóti frekari þjálfun í hvers konar skapandi myrkraherbergisvinnu og að þeim aukist sjálfstæði í vinnubrögðum við framköllun og vinnu í myrkraherbergi. Farið er í prentun á fíberpappír, stækkun og lagfæringar á handprentuðum ljósmyndum. Kenndar eru aðferðir við það hvernig handprentaðar myndir eru meðhöndlaðar, skornar, settar upp á karton, í ramma o.fl. en einnig hvernig slíkar ljósmyndir eru blettaðar og tónaðar. Nemendur læra ólíkar aðferðir við að ganga frá verkum sínum. Þeir eru kynntir fyrir notkun 4×5″ véla og möguleikunum sem í þeim felast.

Í lok áfangans eiga nemendur að hafa náð auknum tökum á að stækka svarthvítar ljósmyndir og að hafa unnið með fíberpappír. Eins eiga þeir að hafa fengið innsýn í hvernig unnt er að lagfæra handprentaðar ljósmyndir, kynnst ólíkum aðferðum við frágang og uppsetningu ljósmynda og notkun stórformatsvéla.

Fyrirlestrar, hóptímar, einkatímar, vinna undir handleiðslu: 16 stundir.

Eigin vinna: 32 stundir.

Námsmat: Verkefni og vinnubók.

Skyldulesefni:

  • London, Barbara &Upton, John og fleiri: Photography. Pearson.
  • Bartlett, Larry&Tarrant, JonBlack&White: Photographic Printing Workshop. Silver Pixel Pr.

Ráðlagt lesefni:

  • Adams, AnselThe Negative: Ansel Adams Photography, Book 2. Ansel Adams.
  • Adams, AnselThe Print: Ansel Adams Photography, Book 3. Little Brown.
  • Anchell, SteveThe Darkroom Cookbook, Focal Press.
  • Anchell, SteveThe Film Developing Cookbook, Focal Press.
  • Schaefer, John P.The Ansel Adams Guide. Bacic Techniques of Photography, Book 1. Ansel Adams.
Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna