Markmið áfangans er að nemendur læri að framkalla svarthvítar filmur, æfi sig í að lesa í filmur og gera kontakta. Í framhaldinu læra þeir grundvallar handtök þess að stækka ljósmyndir af filmu á pappír. Farið er yfir framköllunaraðstöðu, stækkara og annan búnað myrkraherbergis sem og umgengni við tæki og aðstöðu. Nemendur framkalla filmur og stækka ljósmyndir af filmu, fyrst undir handleiðslu og síðar sjálfir og fá þá aðstoð við að leysa þau vandamál sem upp koma í myrkraherberginu. Eins fá nemendur kynningu á hvernig frágangi, skipulagi og geymslu á filmum er best háttað. Kennd eru nokkur helstu grundvallaratriði þess hvernig handprentaðar myndir eru meðhöndlaðar, skornar, settar upp á karton og gengið frá þeim í ramma.
Nemendur vinna að eigin vinnubók jafnt og þétt yfir önnina.
Í lok áfangans eiga nemendur að kunna að framkalla filmur og meðhöndla þær og geyma. Þeir þurfa að hafa náð nokkrum tökum á að stækka svarthvítar ljósmyndir á pappír sem og frágangi og uppsetningu slíkra mynda. Þeir eiga að kunna að umgangast tæki og tól myrkraherbergis og framköllunaraðstöðu.
Fyrirlestrar, handleiðsla í hóp og í einkatímum, verkefni og vinnubók: 40 stundir
Eigin verkefnavinna: 32 stundir.
Námsmat: Verkefni og vinnubók.
Skyldulesefni:
- London, Barbara &Upton, John og fleiri: Photography. Pearson.
- Bartlett, Larry&Tarrant, Jon: Black&White: Photographic Printing Workshop. Silver Pixel Pr.
Ráðlagt lesefni:
- Adams, Ansel:The Negative: Ansel Adams Photography, Book 2. Ansel Adams.
- Adams, Ansel: The Print: Ansel Adams Photography, Book 3. Little Brown.