Markmið áfangans er að fara yfir sögu ljósmyndunar frá upphafi og fram yfir miðja 20. öld, bæði á Íslandi og í alþjóðlegu samhengi. Nemendur kynnast ólíkum straumum og stefnum í ljósmyndun og hvernig þær tengjast hræringum í listheimi, tækniveröld og samfélagi á hverjum tíma.
Nemendur velja sér ljósmyndara, þurfa að afla sér heimilda, vinna um hann ritgerð og kynna efni hennar fyrir samnemendum í málstofu. Einnig vinna nemendur ljósmyndaverkefni í anda valins ljósmyndara úr ljósmyndasögunni.
Í lok áfangans eiga nemendur að kunna skil á helstu áhrifavöldum í ljósmyndasögunni, tengslum hennar við aðra listsköpun og samfélag og þekkja mismunandi áherslur eða stefnur í ljósmyndun á ólíkum tímabilum.
Fyrirlestrar, málstofa, vinna undir handleiðslu: 34 stundir.
Eigin verkefnavinna, gagnaöflun og ritgerð: 14 stundir.
Námsmat: Ritgerð, fyrirlestur, verkefni.
Ráðlagt lesefni:
- Goldberg, Vicki, ritstjóri: Photography in Print: Writings from 1816 to the Present. University of New Mexico Press.
- Inga Lára Baldvinsdóttir: Ljósmyndarar á Íslandi 1845–1945. Þjóðminjasafn Íslands.
- Marien, Mary Warner: Photography: A Cultural History. Pearson.
- Rosenblum, Naomi: World History of Photography. Abbeville Press.
- Trachtenberg, Alan, ritstjóri: Classic Essays on Photography. Leete´s Island Books.