RÝNI4RG02 Að rýna til gagns

Markmið áfangans er að nemendur kynnist, hinu margþætta eðli ljósmyndarinnar, ólíkum birtingarmyndum hennar og þeim áhrifum sem ljósmyndamiðillinn hefur. Einnig er áhersla á að kynna þeim hin fagurfræðilegu og hugmyndafræðilegu gildi sem hvorutveggja móta miðilinn og taka breytingum vegna hans. Í áfanganum eru þessir þættir meðal annars skoðaðir í gegnum verk ólíkra ljósmyndara og verk nemenda. Fá þeir æfingu í að greina ljósmyndir og ljósmyndaverk og að setja í margháttað samhengi.

Í lok áfangans er markmiðið að nemendur hafi öðlast færni í að greina ljósmyndir, og hlotið nokkra þjálfun í koma niðurstöðum sínum á framfæri.

Fyrirlestrar, umræður, verkefni: 30 stundir.

Eigin verkefnavinna: 18 stundir.

Námsmat: Verkefni.

Ráðlagt lesefni:

  • Badger, GerryThe Pleasure of Good Photographs. Aperture.
  • Berger, JohnUnderstanding a Photograph. Aperture
  • Strauss, David&Berger, JohnBetween the Eyes: Essays on Photography and Politics. Aperture
Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur