Markmið áfanganser að hver nemandi vinni og skili fullbúnu verki eða verkum á samsýningu nemenda í lok annar.
Í áfanganum vinnur nemandinn að því verkefni sem verður framlag hans á lokasýningu nemenda og velur hann sér leið og útfærslu þess innan ramma skapandi ljósmyndunar. Lokaverkefnið er sjálfstæð vinna nemenda en undir handleiðslu leiðbeinanda og umsjónarkennara áfangans. Ætíð er kappkostað að nemendur fái leiðbeinanda við hæfi. Geta þeir verið úr föstu kennaraliði skólans, úr hópi fyrirlesara eða hver sá sem fagráð skólans metur hæfan til að takast verkefnið á hendur. Umsjónarkennari með áfanganum heldur utan um vinnuna í áfanganum, stýrir sameiginlegum vinnufundum með nemendum, veitir ráð og gerir tillögur að úrlausnum og útfærslum. Hann vinnur einnig með nemendum að framkvæmd sýningarundirbúnings og stýrir vinnu við uppsetningu verka.
Í áfanganum fá nemendur margháttaða aðstoð við val á verkum, útfærslu þeirra og aðra hagnýta þætti sýningarundirbúnings. Einnig þjálfun í að fjalla um verk sín, merkingu þeirra og eigin hugmyndir.
Um miðja önn er yfirferð á lokaverkefni. Þar kynna nemendur lokaverkefni sitt fyrir rýninefnd skólans sem gefur ábendingar um verk í vinnslu eða gerir athugasemdir eftir því sem við á.
Lokanámsmat á verkunum fer fram á sýningarstað, fyrir sýninaropnun. Rýninefndin metur þá framlag einstakra nemenda á sýningunni og gefur einkunn og umsögn um verkin.
Námsmat: Samsett einkunn sem byggir á mati á vinnu nemandans, frammistöðu í mismunandi þáttum áfangans og einkunn rýninefndar fyrir lokaverkefni á sýningu. Umsagnir umsjónarkennara, leiðbeinanda og rýninefndar.