STUD4AL06 Að lesa í og skapa ljós, 2. hluti

Markmið áfangans er að nemendur hljóti þjálfun í að skapa margbreytilega lýsingu við myndatökur sem hentar ólíkum viðfangsefnum. Farið er yfir mismunandi aðferðir við lýsingu og vinnulag í myndveri sem og á vettvangi. Áhersla er á að nemendur læri að nota ljós við ólíkar aðstæður, að lýsa mismunandi viðfangsefni og læri að blanda saman ólíkum ljósgjöfum. Einnig að þeir nái góðum tökum á notkun flassa sem aðal og auka ljósgjafa, utandyra sem innan. Farið er yfir hvernig slíkar lýsingar eru byggðar upp og fjölbreyttir notkunarmöguleikar þeirra skoðaðir. Nemendur hljóta þjálfun í því að beita handflössum við ólíkar aðstæður og vinna verkefni sem byggja á blöndun flass og umhverfisljóss.

Nemendur geta í upphafi sótt sér handleiðslu kennara við hönnun lýsingar á námsverkefnum en stefnt er að því að sjálfstæði í vinnubrögðum aukist eftir því sem líður á áfangann. Kennarar benda á lesefni sem hentar hverjum nemanda og verkefnum hans.

Í lok áfangans eiga nemendur að hafa náð góðu valdi á að nota handflass/speedlight sem og stúdíóljós, við mismunandi aðstæður og getað stjórnað slíkum ljósum í samspili við mismunandi ljósgjafa. Þeir eiga að hafa náð tökum á notkun á öllum helstu tegundum ljósabúnaðar og blandað saman ólíkum ljósgjöfum og skapað mismunandi tegundir lýsinga sem henta ólíkum verkefnum. Þeir eiga að hafa tileinkað sér skipulögð vinnubrögð við myndatökur í myndveri og á vettvangi og geta unnið sjálfstætt að verkefnum.

Fyrirlestrar/málstofa, hóptímar og vinna undir handleiðslu: 80 stundir.

Eigin verkefnavinna: 64 stundir.

Námsmat: Verkefni og kannanir.

Skyldulesefni:

  • Hunter, Fill&Biver, Steven&Fuqua, PaulLight Science&MagicAn Introduction to Photographic Lightning. Focal Press.

Ráðlagt lesefni:

  • Gockel, TiloOne Flash!: Great Photography with just one light. Rocky Nook.
  • Proulx, MattThe Photographer´s Assistant Handbook. Focal Press.
Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Umsóknarfrestur rennur út 5. júlí