STUD4LS06 Að lesa í og skapa ljós, 1. hluti

Markmið áfangans er að skoða eitt megin viðfangsefni ljósmyndarans – ljósið. Nemendur rannsaka virkni þess og á hvern máta lýsing getur breytt afstöðu til myndefnis og túlkun á ljósmyndinni. Nemendur skoða mismunandi ljósgjafa, fá æfingu í að lesa í ljós, ekki síst náttúrulegt og óbeint ljós og vinna með það á fjölbreyttan hátt. Áhersla er lögð á að þeir hljóti æfingu í að nýta mismunandi ljósgjafa til mynduppbyggingar og til að ná fram ólíkum áhrifum í myndsköpun.

Nemendur kynnast vinnu í myndveri (stúdíói); farið er yfir aðferðir við lýsingu og vinnubrögð sem þar gilda. Unnið er með mismunandi tegundir lýsinga og kappkostað að kynna nemendum ólíkar aðferðir við að nota ljós. Þeir eru kynntir fyrir helstu lykilhugtökum í stúdíólýsingu sem þeir þurfa að kunna skil á og fá kynningu á notkun ólíkra tegunda myndavéla í myndveri, m.a. „medium format“ véla.

Í lok áfangans eiga nemendur að hafa náð tökum á grundvallarþáttum þess að vinna í myndveri og að meðhöndla tilheyrandi tækjabúnað. Þeir eiga að kunna helstu aðferðir við lýsingu í myndveri, kunna að notfæra sér náttúrulegt ljós og mismunandi ljósgjafa til myndsköpunar og hafa náð nokkrum tökum á að blanda saman ólíkum ljósgjöfum við myndatökur.

Fyrirlestrar, hóptímar, vinna undir handleiðslu: 72 stundir.

Eigin verkefnavinna: 72 stundir.

Námsmat: Verkefni og vinnubók.

Skyldulesefni:

  • Fancher,Nick: Studio Anywhere: A Photographers´s Guide to Shooting in Unconventional Locations. Peachpit Press, Pearson.

Ráðlagt lesefni:

  • Hunter, Fill&Biver, Steven&Fuqua, Paul: Light Science&MagicAn Introduction to Photographic Lightning. Focal Press.
Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna