Vinnustofurnar eru starfsvettvangur nemenda og gestakennara sem allir eru starfandi ljósmyndarar/listamenn. Í vinnustofum eru tekin fyrir verkefni sem tengjast listsköpun, s.s. hugmyndavinna, rannsóknir og mismunandi aðferðir og tækni. Nememdur fá þarna tækifæri til að kynnast ólíkum listamönnum/ljósmyndurum, vinnubrögðum þeirra, aðferðum og hugmyndum. Í áfanganum vinna nemendur að eigin rannsóknar- og ljósmyndaverkefnum undir handleiðslu gestakennaranna. Kennslan er fjölþætt; fyrirlestrar, sýnikennsla, verklegar æfingar, verkefni, vettvangsferðir, málstofur og samtal nemenda og kennara.
Þrjár vinnustofur eru í boði á þessari önn og er hver þeirra 3 Fein.
Kennari í vinnustofu bendir á bækur og ráðleggur um lesefni sem hentar viðfangsefni hverrar vinnustofu og/eða verkefnum einstakra nemenda.
Markmið áfangans er að að opna augu nemenda fyrir því hvernig nota má ljósmyndun á mismunandi hátt í listrænum tilgangi og að veita þeim þjálfun í skapandi starfi með miðilinn. Enn fremur er markmiðið að ýta undir sköpunarkraft nemenda og að leitast við að opna þeim leiðir í persónulegri tjáningu.
Í lok áfangans hafa nemendur kynnst því að starfa með ólíkum listamönnum, hafa kynnst mismunandi hugmyndum, vinnubrögðum og aðferðum í listsköpun og aukið við skilning sinn á fjölþættri notkun ljósmyndamiðilsins til tjáningar og sköpunar.
Í vinnustofum eru mismunandi áherslur en þær geta samanstaðið af fyrirlestrum, hóptímum, einkatímum, sýnikennslu, vettvangsferðum og verklegum æfingum: 140 stundir.
Eigin verkefnavinna: 76 stundir.
Námsmat: verkefni og vinnubækur.