VINF4VI12 Vinnustofur

Vinnustofurnar eru starfsvettvangur nemenda og gestakennara sem allir eru starfandi ljósmyndarar/listamenn og vinna þeir með nemendum í afmarkaðan tíma. Í vinnustofum eru tekin fyrir verkefni sem tengjast listsköpun; hugmyndavinna, rannsóknir og mismunandi aðferðir og tækni.

Fjórar vinnustofur eru í boði á þessari önn og er hver þeirra er 3 Fein.

Kennari í vinnustofu bendir á bækur og ráðleggur um það lesefni sem hentar viðfangsefni hverrar vinnustofu og/eða verkefnum einstakra nemenda.

Markmið áfangans er að að opna augu nemenda fyrir því hvernig nota má ljósmyndun á mismunandi hátt í listrænum tilgangi og að veita þeim þjálfun í skapandi starfi með miðilinn. Enn fremur að ýta undir sköpunarkraft nemenda og að leitast við að opna þeim leiðir í persónulegri tjáningu. Margs konar verkefni sem öll tengjast listsköpun eru tekin fyrir í vinnustofum, s.s. hugmyndavinna, rannsóknir, aðferðir og tækni. Nemendur kynnast ólíkum listamönnum/ljósmyndurum, vinnubrögðum þeirra, aðferðum og hugmyndum. Nemendur vinna í áfanganum að eigin rannsóknar- og ljósmyndaverkefnum undir þeirra handleiðslu. Kennslan er fjölþætt; fyrirlestrar, sýnikennsla, verklegar æfingar verkefni, vettvangsferðir, málstofur og samtal nemenda og kennara. Kennarar leggja fram ýmis kennslugögn og gefa ábendingar um lesefni sem hentar einstökum verkefnum.

Í lok áfangans hafa nemendur fengið tækifæri til að kynnast ólíkum hugmyndum, aðferðum og mismunandi notkun ljósmyndamiðilsins. Þeir hafa notið handleiðslu ólíkra listamanna við fjölbreytta verkefnavinnu, kynnst mismunandi hugmyndum, vinnubrögðum og aðferðum í listsköpun og aukið við skilning sinn á fjölþættri notkun ljósmyndamiðilsins í samtímalist.

Vinnustofurnar eru fjölbreyttar og geta samanstaðið af einhverjum af eftirfarandi þáttum: fyrirlestrum, hóptímum, einkatímum, sýnikennslu, vinnu undir handleiðslu, vettvangsferðum  og ýmsum verklegum æfingum: 169 stundir.

Eigin verkefnavinna: 119 stundir.

Námsmat: verkefni og skrifleg umsögn.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur