Anna Schlechter – TÍMINN ER HVÍTUR, TÍMINN ER SVARTUR og TÍMINN ER BREYTING

Anna Schlechter er ein af 8 nemendum sem útskrifast úr diplómanámi í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum í byrjun árs 2022. Útskriftarverkefni nemendanna eru sýnd í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og stendur sýningin til 9. janúar.

TÍMINN ER HVÍTUR / TÍMINN ER SVARTUR / TÍMINN ER BREYTING

Þegar við hugsum um tímann komumst við fljótt að þeirri niðurstöðu að jafnvel þótt tíminn sé meginþáttur í hinni mannlegu upplifun víki hann sér undan einföldum skilgreiningum. Tímann sjálfan er erfitt að skilja, við getum aðeins vonast til þess að skrásetja áhrifin sem hann hefur á okkar áþreifanlega umhverfi.

Verkin þrjú, TÍMINN ER HVÍTUR, TÍMINN ER SVARTUR og TÍMINN ER BREYTING, fást við ólíkar hliðar tímans eins og við upplifum hann. Verkin eru innblásin af því hvernig svarthol himinhvolfanna gera það áþreifanlegt þegar tíminn ögrar skilningi okkar á alheiminum.

Í TÍMINN ER HVÍTUR og TÍMINN ER SVARTUR er fjallað um skrásetningu tímans með ljósmyndun. TÍMINN ER HVÍTUR hverfist um það ferli þegar lengri lýsingartími leiðir til þess að meira ljós safnast fyrir á filmu. Útkoman er dekkri negatífa og síðan bjartari pósitífa.

Í TÍMINN ER SVARTUR er fengist við sömu hugmynd en þegar ljósmynd er prentuð í myrkraherbergi hefur lengri lýsingartími þveröfug áhrif. Myndin prentast á dekkri hátt.

Í TÍMINN ER BREYTING er rýnt í þá upplifun okkar á tímanum að hann hreyfist aðeins í eina átt; frá fortíð til nútíðar og þaðan til framtíðar. Tímanum er ómögulegt að snúa við; hið upprunalega ástand hlutanna er aldrei hægt að endurskapa.

 

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna