Ásta Guðrún Óskarsdóttir – Nafnlaus, kona

Ásta Guðrún Óskarsdóttir er ein af þeim nemendum sem nú útskrifast frá Ljósmyndaskólanum með diplóma í skapandi ljósmyndun.
Útskriftarverkið hennar heitir Nafnlaus, kona.
Ásta Guðrún lætur þennan texta fylgja verkinu:

Nafnlaus, kona

Með verkinu Nafnlaus, kona vil ég vekja athygli á birtingarmynd kvenna í almenningsrými og nafnleysi þeirra. Kvenmannsstyttur í Reykjavík birta flestar hlutgervingu kvenna; þær eru konur við vinnu, konur með barn eða gyðjur. Þó svo að sumar gyðjur beri nafn þá eru þær tákngerving og ekki um raunverulega konu að ræða. Styttur af konum eru þannig oftast fulltrúar ákveðins hóps og er mikilvægt að minnast hlutverka þeirra. Nafnleysið er góð áminning um ójöfnuð kynjanna sem enn viðgengst og endurspeglar skort á því að kvenna sé minnst fyrir sértækt framlag þeirra til samfélagsins og þær nafngreindar.

Ég velti fyrir mér mikilvægi þess að hafa fyrirmyndir, það getur verið nauðsynlegt að spegla sig í öðrum svo maður sjái möguleikana í sjálfum sér. Ég hóf rannsókn í leit að svörum, velti fortíðinni fyrir mér og ákvað að kynna mér þær fyrirmyndir sem blasa við okkur um borgina. Ég myndaði allar þær styttur sem sýndu kvenmanns – og karlmannslíkama. Ég fór á staðinn, greindi stytturnar á staðnum og bar niðurstöðurnar   saman við eigin ljósmyndir, upplýsingar um listamenn, fyrirmyndir, nöfn og sögur sem tengdust styttunum. Þetta var  staðbundin rannsókn og samanburður í ljósmyndun. Ég fann alls tuttugu og fimm nafngreinda karlmenn en aðeins tvær nafngreindar konur. Það er sláandi hve fáar konur eru nafngreindar í borgarlandslagi Reykjavíkur.

Með verkinu langar mig að skapa nýjan veruleika fyrir nafnlausu konurnar úr fortíðinni og fæ til þess lánað, frá karlmannsstyttunum, föt og öryggið uppmálað. Um leið endurskapa ég mínar fyrirmyndir og varpa fram þeirri spurningu hvort veruleiki kvenna gæti mögulega breyst með nýjum birtingarmyndum.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur