Síðasti áfangi námsins á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 kallast Lokaverkefni. Þar velja nemendur eitt af þeim verkefnum sem þau hafa unnið í áföngum vetrar og fá aðstoð kennara við að þróa það áfram allt til framsetningar á sýningu.
Það var Claudia Hausfeld sem leiddi nemendur í vinnunni í áfanganum Lokaverkefni.
Ásta Guðrún Óskarsdóttir nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 valdi sem viðfangsefni í áfanganum Lokaverkefni að gera frekari tilraunir með vinnu í myrkraherberginu en á báðum önnum námsins á námsbrautinni taka nemendur áfanga sem nefnist Svarthvít filmuframköllun og stækkun. Þar er áhersla á að kenna undirstöðuatriði í filmuframköllun og því að handstækka myndir í myrkraherbergi. Nemendur gera á því tímabili sem áfanginn stendur einnig fjölmargar tilraunir og prufa meðal annars ólíkar filmutegundir, filmustærðir, pappírsgerðir og eins að tóna ljósmyndir með mismunandi efnum.
Kennarar í áfanganum Svart hvít filmufrmaköllun og stækkun eru Ellen Inga Hannesdóttir, Agnieszka Sosnowska og Stephan Adam
Ásta segir um verkið Untitled
Þetta eru tilraunir í myrkraherberginu, silver gelatine prent á fiber pappír.


/sr.