Athafnasvæði

Á báðum Námsbrautum í Ljósmyndaskólaum eru áfangar sem nefnast Vinnustofur, það eru yfirheiti á ólíkum áföngum sem eru nokkurskonar starfsvettvangur nemenda og gestakennara sem allir eru starfandi ljósmyndarar/listamenn.

Í vinnustofum eru tekin fyrir mismunandi verkefni sem tengjast listsköpun, s.s. hugmyndavinna, rannsóknir og mismunandi aðferðir og tækni. Á tímabilinu sem hver vinnustofa stendur vinna  nemendur að  að rannsóknar- og ljósmyndaverkefnum undir handleiðslu gestakennaranna og fá þannig tækifæri til að kynnast ólíkum listamönnum/ljósmyndurum, vinnubrögðum þeirra, aðferðum og hugmyndum. 

Hver vinnustofa hefur sérstakar áherslur og markmiði  að opna nemendum sýn á það hvernig nota má ljósmyndun á mismunandi hátt í listrænum tilgangi og að veita þeim þjálfun í skapandi starfi með miðilinn. Enn fremur er markmiðið að ýta undir sköpunarkraft nemenda og að leitast við að opna þeim leiðir í persónulegri tjáningu.

Í byrjun desembermánaðar luku nemendur Námsbrautar í skapandi ljósmyndun 2 vinnustofu sem nefndist Athafnasvæði. Það var Sadie Cornette Cook sem vann með nemendum í áfanganum.

Nemendur völdu verkefni sem féllu að áhugasviði hvers og eins. Skil fólu í sér að hver nemandi þurfti að finna stað og mögulegan áhorfendahóp sem hentaði því og setja verk sitt upp þar. Fyrir valinu urði ólíkir staðir, yfirgefið gróðurhús, tóm íbúð, bar og hafnarbakkinn svo nokkuð sé nefnt

Yfirferð fólst svo í því að nemendahópurinn fór á milli allra þessara ólíku staða með Sadie og hver nemandi kynnti verk sín.

Það var Sigríður Hermannsdóttir sem tók myndirnar og á Instagram reikningi Ljósmyndaskólans er hægt að sjá söguna, vistaða undir Highlights

  

 

 

  

    

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna