Bókagerð – handgerðar bækur

Bókverk hverskonar geta verið áhrifarík leið til þess að miðla ljósmyndaverkum eða öðrum listaverkum.

Á öllum stigum náms á báðum námsbrautum er áhersla á að kynna fyrir nemendum möguleika bókverka þegar kemur að framsetningu verka. Nemendur læra grunnhandtök við það að setja fram eigin verk í bókarformi, læra að útbúa bókverk til prentunar, fá þjálfun í handbragði við bókasaum og bókband svo nokkuð sé nefnt.

Raunin er sú að fjölmargir nemendur taka í framhaldinu ástfóstri við bókagerð og nýta þá aðferð á ýmsan máta t.d. við skil á verkefnum í einstökum áföngum námsins eða til að gera sér eigin hugmyndavinnubækur eða dagbækur. Bókverk af mismunandi tagi eru einnig alltaf nokkur hluti útsriftarverka hvers árgangs sem útskrifast frá skólanum.

Möguleikarnir í handgerðum bókum eru nánast óþrjótandi; bækur brotnar á mismunandi máta, saumaðar í kjöl eða límdar, bækur með harðri eða mjúkri kápu og harmonikkubækur svo fátt eitt sé nefnt.

Hér má sjá nokkrar myndir af handunnum bókum á ýmsum stigum og nemendum að störfum við bókasaum og bókband.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur