Utangarðs – Gísli Hjálmar Svendsen

Út er komin bókin Utangarðs eftir Gísla Hjálmar Svendsen.

Bókverkið Utangarðs á sér rætur í útskriftarverkefni Gísla frá Ljósmyndaskólanum en hann útskrifaðist frá skólanum árið 2014. Útskriftarverkefni hans var myndaröð sem hét Utangarðs og vakti mikla athygli.

Verkið Utangarðs hefur þá síðan þá, þróast og undið upp á sig, myndum hefur verið bætt við og myndir hafa verið teknar út segir Gísli.

Það má segja að ég hafi tekið fyrstu myndina í þessu verki árið 2009 og þá síðustu árið 2019 þannig að verkið spannar meira og minna 10 ár. Gísli bætir einnig við að það sé umhugsunarvert að flestir þeir sem hann hafi myndað á þessum árum séu fallnir frá og orsökin sé sjúkdómurinn alkóhólismi.

Gísli leggur mikla áherslu á að það eru Krýsuvíkursamtökin sem fá allan ágóða af sölu bókarinnar og einnig hyggst hann, eftir því sem færi gefst, að styrkja önnur mannúðarsamtök sem hafa með þetta tiltekna málefni að gera.

Slóð á verkefnið.

Heimasíða Gísla.

Það er Þórshamar sem gefur bókina út og Forlagið sem sér um dreifingu. Bókin fæst í betri bókabúðum.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna