Dagný Skúladóttir – Kvennaklefinn

Dagný Skúladóttir er ein af 9 nemendum sem útskrifast úr diplómanámi í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum í byrjun árs 2023. Útskriftarverkefni nemendanna eru sýnd í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og stendur sýningin frá 16.12.2022 – 08.01.2023.

Kvennaklefinn

Portrettsería Dagnýjar er innblásin af hugrekki og kjarki ungra íþróttakvenna sem vöktu athygli á ójafnrétti í íslensku íþróttalífi. Í verkinu rýnir hún í birtingarmyndir stúlkna í dag samanborið við fundið efni sem hún komst yfir en það voru 60 ára gamlar ljósmyndir af virðulegum íþróttakonum. Dagný vildi upphefja stúlkur sem þora að sýna sjálfsöryggi sitt með ákveðni, stolt og sjálfsvirðingu í augunum.

Dagný tekur myndirnar á  „medium-format“ filmuvél og notar gamla tækni til að fanga sterkt augnaráð stúlknanna. Áherslan og fókusinn er á augu þeirra en neðri hluti myndflatarins er látinn fjara út.

Instagram @dagnyskula

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna