Einar Óskar Sigurðsson – Hisstory

Einar Óskar Sigurðsson er einn af 9 nemendum sem útskrifast úr diplómanámi í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum í byrjun árs 2023. Útskriftarverkefni nemendanna eru sýnd í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og stendur sýningin frá 16.12.2022 – 08.01.2023

HISSTORY

HISSTORY er marglaga rannsókn á tilvist ungs hermanns sem lítið er vitað um og lífi hans beggja vegna Atlantsálanna um miðja síðustu öld. Listamaðurinn vinnur með fundið efni, bregður sér í hlutverk sagnfræðings og leikur sér með samspil ljósmynda og texta í frásögn. Tíminn er sveigður með því að bæta í frásögnina myndum úr nútímanum og forvitnilegum sönnungargögnum frá þeim tíma sem horft er til. Frásagnarformið sveiflast fram og aftur á milli skáldskapar og staðreynda þar sem gerðar eru tilraunir með afstöðu áhorfandans sem fær að taka þátt í því að móta söguna.

Ljósmyndirnar eru þöglar en hlaðnar upplýsingum. Við ferðumst á milli rammanna, getum í tómið á milli þeirra og beitum eigin ímyndunarafli og persónulegri reynslu til þess að móta sögu þessa manns sem ekkert okkar þekkti. Sannleikurinn er aðeins til í huga okkar og í jafn ólíkum útgáfum og við erum mörg.

Instagram @einaroskar

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur