HISSTORY
HISSTORY er marglaga rannsókn á tilvist ungs hermanns sem lítið er vitað um og lífi hans beggja vegna Atlantsálanna um miðja síðustu öld. Listamaðurinn vinnur með fundið efni, bregður sér í hlutverk sagnfræðings og leikur sér með samspil ljósmynda og texta í frásögn. Tíminn er sveigður með því að bæta í frásögnina myndum úr nútímanum og forvitnilegum sönnungargögnum frá þeim tíma sem horft er til. Frásagnarformið sveiflast fram og aftur á milli skáldskapar og staðreynda þar sem gerðar eru tilraunir með afstöðu áhorfandans sem fær að taka þátt í því að móta söguna.
Ljósmyndirnar eru þöglar en hlaðnar upplýsingum. Við ferðumst á milli rammanna, getum í tómið á milli þeirra og beitum eigin ímyndunarafli og persónulegri reynslu til þess að móta sögu þessa manns sem ekkert okkar þekkti. Sannleikurinn er aðeins til í huga okkar og í jafn ólíkum útgáfum og við erum mörg.



Instagram @einaroskar