Elva Þrastardóttir – Uppspretta

Sýning á útskriftarverkum þeirra nemenda sem útskrifast frá Ljósmyndaskólanum í desember 2025, opnar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur þann 12. desember og stendur til 11. janúar 2026

Á sýningatímanum bjóða útskriftarnemendur upp á leiðsgnir um sýninguna. 

Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Sýningarstjóri er Katrín Elvarsdóttir.

Elva Þrastardóttir  er ein þeirra sem nú útskrifast frá Ljósmyndakólanum.

Útskriftarverk hennar nefnist Uppspretta.

Mér er skutlað í kálgarðinn og skilin eftir þar.
Ég skríð á milli kálhausanna og reiti arfa.
Það er svo mikið eftir.

Ég verð hér í marga daga ef ég á að komast yfir þetta allt.
En kálið er að deyja, það drukknar í arfanum og ég verð að bjarga því.

Verkið Uppspretta á rætur sínar í kálgarðinum þar sem ég ólst upp. Foreldrar mínir rækta grænmeti á Flúðum og þar vann ég frá unga aldri. Ég eyddi miklum tíma í kringum kál og heillaðist af áferð kálblaðanna og æðum þeirra. Þessi áhugi á smáatriðum í náttúrunni hefur fylgt mér síðan og mótað sjónræna nálgun mína í ljósmyndun.

Fyrir verkið vann ég fjölbreyttar tilraunir með kál til að kanna efnisleika þess og möguleika – hvernig það bregst við tíma, birtu og meðhöndlun. Þannig tóku blöðin á sig ný form, liti og áferðir. Uppspretta er bæði persónuleg minning og rannsókn á umbreytingu – á því hvernig eitthvað hversdagslegt, eins og kálblað, getur fengið nýja merkingu.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur