Elva Þrastardóttir – Vöxtur

Á Uppskeruhátíð Ljósmyndaskólans þann 14. og 15. maí sýndu nemendur skólans verk sín og nokkuð af afrakstri vetrar, veittu leiðsögn og spjölluðu við gesti.

Elva Þrastardóttir sýndi verkið Vöxtur sem hún vann í áfanganum Lokaverkefni en það er síðasti áfangi náms á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1. Á Uppskeruhátið setti Elva verkið fram sem innsetningu í stúdíói skólans.

Elva segir þetta um verkið:

Vöxtur

Verkið varð til eftir ýmsar tilraunir við að ýkja liti, áferðir og form í kálblöðum. Höfundur verksins er alin upp við grænmetisræktun og hefur áhuga á að skoða náttúruna út frá óhefðbundnum sjónarhornum. Uppsetningin er lifandi og táknræn fyrir samspil náttúru og hins manngerða. 

@elvathrastar

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna