Claudia Hausfeld (f. 1980, Berlín) fæst að mestu við ljósmyndun, bæði sem efnafræðilegt og vélrænt ferli en líka sem leið til að endurraða veruleikanum, minnka, teygja og færa í nýtt form. Verk hennar dansa á línunni milli hins ímyndaða og raunverulega og skoða muninn á því sem við sjáum og því sem við búumst við að sjá.
Claudia lærði ljósmyndun við Listaháskólann í Zürich, Sviss og hlaut BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2012.
Claudia kennir Vinnustofuna VINN4VI03 – Ljósmyndabókin