Einar Falur Ingólfsson

Ljósmyndari, rithöfundur og blaðamaður á Morgunblaðinu

Upplýsingar

MFA School of Visual Arts New York.
BA Bókmenntafræði Háskóli Íslands.
Kennir: Ljósmyndasögu, Að rýna og ræða, Myndatökur, mynduppbyggingu og formfræði og Vinnustofur.

Einar Falur Ingólfsson er ljósmyndari frá School of Visual Arts í New York en hefur auk þess BA-gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Einar hefur lengi unnið sem blaðamaður á Morgunblaðinu en einnig sinnt listgrein sinni, ljósmyndun, með margvíslegum hætti. Hann hefur haldið margar sýningar á verkum sínum, hérlendis og erlendis, verið sýningarstjóri að ljósmyndasýningum, ritstýrt eða komið að gerð ljósmyndabóka, sjálfur skrifað bækur, kennt áfanga í ljósmyndun við hina ýmsu skóla og haldið fyrirlestra víða um heim. Út hafa komið bækur með verkum hans.

Einar Falur er félagi í í FÍSL, Félagi íslenskra samtímaljósmyndara

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna