Katrín Elvarsdóttir

Ljósmyndari

Upplýsingar

B.F.A. Art Institute of Boston.

Brevard Community College.

B.A í frönsku. Háskóli Íslands.

Kennir: Vinnustofur og Sjálfstæð verkefnavinna

Katrín hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum á Íslandi og einnig víða erlendis. Má nefna sýningarnar: Vanished Summer í Deborah Berke í New York 2014 og í Listasafni ASÍ 2013, Hvergiland í Listasafni Reykjavíkur 2010,Margsaga í Gallerí Ágúst2008/2010 og Heima Heiman í Ljósmyndasafni Reykjavíkur 2008. Katrín hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga hérlendis og erlendis, þar á meðal Anti-Grand í University of Richmond Museum 2015,Enginn staður: íslenskt landslag í Hafnarborg 2015, Visible Iceland í Hillyer Art Space í Washington 2014, Nordic Art Station í Eskilstuna Konstmuseum 2013 og Frontiers of Another Nature í Hippolyte Gallery í Helsinki 2013.Gefnar hafa verið út bækur með verkum Katrínar  og hún hlotið viðurkenningu og verðlaun fyrir verk sín bæði á Íslandi og á alþjóðavettvangi.Katrín hefur einnig sinnt sýningarstjórnun, setið í fjölmörgum nefndum og ráðum er varða sjónlistir og kennt ljósmyndun hérlendis og erlendis.

Æsa Sigurjónsdóttir skrifar meðal annars  svo um verk Katrínar:

“Katrín nýtir sér fagurfræði kvikmyndanna, altumlykjandi, alviturt, gagnsætt sjónarhorn linsunnar til að búa til skáldskaparheim, en lætur áhorfandann um leið finna fyrir efnislegri nálægð linsunnar með því að beita áhrifamætti ljósi og skugga sem undirstrika hringsæja byggingu myndarinnar. Hvað er réttur fókus spurði breski ljósmyndarinn Julia Margaret Cameron (1815-1879), þegar hún var ásökuð um að kunna ekki á tækin þegar hún setti á svið allegórískar senur þar sem börn léku oftast aðalhlutverkin. Cameron notaði mjúka skerpu til að brjóta niður eðlislæga tímafestu ljósmyndarinnar, því hún vildi staðsetja myndir sínar í tímaleysi skáldskaparins. Þessar piktoríalísku aðferðir hefur Katrín tileinkað sér, mjúk skerpa og chiaroscuro, andstæður ljóss og skugga, mynda dulúðuga áferð og skapa draumkennt andrúmloft sem skera á öll raunveruleikatengsl áhorfandans.”

Katrín er félagi í FÍSL, Félagi íslenskra samtímaljósmyndara.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur