Orri Jónsson

Listamaður

Upplýsingar

The School of Visual Arts New York

Kennir: Hugmyndavinnu og Vinnustofu.

Orri lærði ljósmyndun og fleira gagnlegt í New York á árunum 1992-1997. Mörgum árum síðar gerði hann atlögu að mastersnámi í Toronto en gafst upp korter í útskrift og fór með fjölskyldu sína til Mexíkó. Orri hefur óljósa hugmynd um af hverju hann tekur ljósmyndir en þegar hann skoðar framkallaðar filmurnar þá skilur hann stundum betur hluti sem hann vissi ekki að hann vissi ekki. Hann grunar að Allen Ginsberg hafi verið kominn á sporið þegar hann fullyrti „first thought, best thought.“ Orri hefur litla trú á listkennslu og ákvað að kenna í von um að skilja betur ástæðurnar. Þegar Orri er ráðalaus leitar hann í tónlist því þar leynast gagnlegustu svörin, þau sem ekki verða orðuð.

Hér eru tenglar á verk Orra:

https://i8.is/exhibitions/161/overview/

https://steidl.de/Books/Interiors-0615194557.html

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur