Sigurþór Hallbjörnsson (Spessi)

Ljósmyndari

Upplýsingar

BA AKI Enchede Hollandi

Kennir: Vinnustofur og Hugmyndavinnu.

Flestir þekkja hann sem Spessa en fullu nafni heitir hann Sigurþór Hallbjörnsson. Spessi er fæddur og uppalinn á Ísafirði og lagði stund á ljósmyndun við AKI – Akademie voor Beeldende Kunst – í Hollandi og útskrifaðist þaðan 1994. Verk hans hafa verið sýnd á fjölmörgum einka- og samsýningum hér á landi og erlendis meðal annars í Frakklandi, Finnlandi, Svíþjóð, Belgíu (Brussel) og Bandaríkjunum (New York). Verk eftir hann eru í eigu fjölmargra lista og einkasafna víða um heim og gefnar hafa verið út bækur með ljósmyndaverkum hans.

Spessi vinnur að jafnaði umfangsmiklar myndaraðir; skrásetningar eða portrett og leitar oft viðfangsefna sem á einhvern máta eru á jaðrinum. Í verkum Spessa má greina næmi fyrir hverju viðfangsefni og gildir þá einu hvort um er að ræða portrett af hetjum hversdagslífsins og alþýðufólki, myndaröð af matarbökkum að loknu hádegishléi, pastellituðum vinnuskúrum verkamanna við Kárahnúkavirkjun, mótorhjólamönnum í Ameríku eða skrásetning á fiskimannasamfélagi á Fogo eyju við Nýfundnaland. Í sýningarskrá að sýningu Spessa frá samfélaginu á Fogo: Matur, fólk & pósthús, sem haldin var í Gallerí Listamenn á Skúlagötu 32, vorið 2015, segir svo: „Í portrettmyndum Spessa er engu líkara en viðfangsefnið, umhverfið og væntingar ljósmyndarans renni saman í eina órofa heild. Hann veit að hverju hann leitar en er ekki alveg öruggur um hvað hann fær. Eftivæntingin skilar sér í einhvers konar undarlega settlegri óvissustemningu.”

Spessi er félagi í FÍSL, Félagi íslenskra samtímaljósmyndara.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur