Sonja Margrét Ólafsdóttir er með MFA í ljósmyndun frá HDK-Valand, Háskólanum í Gautaborg þar sem hún lauk námi 2023.
Áður lærði hún ljósmyndun í Ljósmyndaskólanum og er að auki með BA gráðu í Listfræði frá Háskóla Íslands.
Hún býr og starfar á Íslandi.
Kennir: Lokaverkefni.
Lokaverkefni er síðasti áfangi sem nemendur Námsbrautar í skapandi ljósmyndun 1 taka áður en þeir útskrifast af námsbrautinni. Skilaverkefni nemenda í áfanganum eru sýnd á Uppskeruhátíð Ljósmyndaskólans á vori hverju.