Hlutverk bókasafns Ljósmyndaskólans er að veita innblástur efla sköpunarkraft og víkka sjóndeildarhring og fjölbreyttur safnkostur spilar mikilvægan þátt í náminu á báðum námsbrautum.
Á bókasafni skólans er til mikið úrval af bókum um ljósmyndun, einstaka ljósmyndara, listasögu og listir og hugmyndasögu almennt og en einnig mikið af af bókum um tækni, og hverskonar aðferðir við listsköpun.
Við fögnum því þó alltaf þegar nýjir titlar bætast við í bókasafniðsafnið og kynnum hér tvær bækur sem nýlega bættust í safnkostinn.
Annars vegar er það Útlit loptsins eftir Einar Fal Ingólfsson, útgefin af Kind útgáfa.
Þar segir um bókina: Útlit loptsins er í senn myndlistarverk í 366 hlutum, athugun á veðri tveggja ára á ólíkum öldum og dagbók höfundarins. Einar Falur var staðarlistamaður í Vatnasafni í Stykkishólmi þegar hann byrjaði að skrá í ljósmynd veðrið á hádegi dag hvern, hvar sem hann var staddur. Jafnframt bar hann opinbera veðurskráningu þess staðs saman við veðurathugun Árna Thorlaciusar kaupmanns í Stykkishólmi 170 árum fyrr sem var fyrstur Íslendinga til að skrásetja veður með markvissum hætti.
Benda má að nú stendur yfir sýning í Listasafni Akureyrar á þessu verki Einars Fals.
Hins vegar er það bókin För eftir Agnieszka Sosnowska, útgefin af Trespasser
Agnieszka hefur búið á Kleppjárnsstöðum á Fljótsdalshéraði undanfarin 20 ár og bókin fjallar um daglegt líf hennar og fólksins í kringum hana.
Myndirnar í bókinni För eru valdar úr safni þúsunda mynda sem Agnieszka hefur tekið á þessu árabili.
Benda má á að nú stendur yfir sýningin Rask í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Sú sýning er afrakstur samvinnu Agniezsku og Ingunnar Snædal skálds. Útkoman er sýning sem er sambland ljósmyndunar og ljóðlistar.
Þau Agnieszka og Einar Falur kenna bæði við Ljósmyndaskólann. Við segjum; Til hamingju bæði með þessar glæsilegu útgáfur.
/sr.