Að lifa af í listheiminum er stór áfangi á vorönn þar sem nemendur Námsbrautar í skapandi ljósmyndun 2 kynnast ýmsu og fá þjálfun í því að lifa af í listheiminum. Þau læra hvernig útbúa þarf umsóknir fyrir sýningar eða þátttöku í keppnum, hvaða hagnýt atriði þarf að hafa í huga fyrir heimasíðugerð, læra að gera verk- og viðskiptaáætlanir fyrir verkefni og fleira.
Einn af stærstu námsþáttunum í áfanganum er að vinna eigin möppu (portfólíu). Þar var það Sadie Cornette Cox sem leiðbeindi nemendum námsbrautarinnar að þessu sinni um þann námsþátt.
Grace Jane Barbörudóttir skilaði verki í möppugerðarhlutanum sem hún kallar Bordermist:
Hún lætur þessa yfirlýsingu fylgja verkinu.
Bordermist is an imaginary vapor which lingers in the air around those who belong to many places,move between them, and bring pieces of everywhere with them. It fogs up the concept of “borders” such that they become a figment of the collective imagination.
Living with this bordermist results in a hypersensitivity to surroundings. The result is a point-of-view where everything is novel, everything is curious, and one’s position in relation to one’s surroundings is unmoored.
Bordermist is an ongoing collection of photographs that attempt to describe, visually, thisindescribable feeling.
Hér eru nokkrar myndir Grace úr verkinu Bordermist
/sr.