Grace Claiborne Barbörudóttir – Heldurðu niðri í þér andanum á meðan þú gengur meðfram rústunum?

Grace Claiborne Barbörudóttir er ein af þeim nemendum Ljósmyndaskólans sem nú útskrifast með diplómu í skapandi ljósmyndun.
Útskriftarverk hennar heitir: Heldurðu niðri í þér andanum á meðan þú gengur meðfram rústunum?
Grace lætur eftirfarandi texta fylgja verkinu:

„This masonry is wondrous; fates broke it

courtyard pavements were smashed; the work of giants crumbled.

Roofs are fallen, ruinous towers,

the frosty gate with frost on cement is ravaged,

chipped roofs are torn, fallen,

undermined by old age…“

(The Ruin (ensk samtímaþýðing) /  úr Exeter-bókinni frá 10. öld)

Þessi texti sem skrifaður var fyrir þúsund árum síðan er vitnisburður manneskju sem gengur fram á húsarústir og upplifir rof í tímanum, finnur fyrir víðáttum hans. Ég hef einnig fundið fyrir slíku rofi. Ég hafði margoft ljósmyndað álverið úr bíl en langaði að komast nær og fór því fótgangandi í átt að álverinu frá ruslahaugunum. Þegar ég nálgaðist álverið sá ég á kortinu að malarvegurinn kallaðist Barböruvegur. Þetta heiti var mögnuð tilviljun – Barbara er nafn móður minnar og einnig ömmu hennar og má rekja nokkur hundruð ár aftur í tímann. Sjálf tók ég upp móðurnafnið Barbörudóttir þegar ég fluttist til Íslands.

Ég rakst á skilti sem á var letrað Barbörukapella og var þar sagt frá styttu af heilagri Barböru sem fornleifafræðingar fundu á sjötta áratug síðustu aldar. Þar sem ég stóð við rústir kapellunnar sem báru nafn móður minnar, við staðinn sem hafði kallað á mig í rúmt ár, fannst mér ég tilheyra á einhvern alveg magnaðan hátt.

Ég fann víðáttur tímans teygja sig frammi fyrir mér, á þessari stóru hraunbreiðu, og fann fyrir sjálfri mér í miðjunni. Ég sá fyrir mér ferðalanga á leið um þennan veg fimm hundruð árum fyrr og hrörnandi rústir álversins eftir önnur fimm hundruð ár. Duttlungar hraunsins og hreyfingar jarðskorpunnar voru það eina sem ekki breyttist.

Í þessu verkefni vef ég þræði minnar eigin sögu inn í þetta dularfulla landslag með ólíkum ljósmyndunaraðferðum, allt frá aldargamalli tækni til stafrænnar nútímaljósmyndunar, í veikri von um að öðlast skilning á mínu eigin hlutverki í hinu stóra samhengi.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur