Ég er þú og þú ert ég
Að minnast manneskju sem þú hefur aldrei hitt. Að finna fyrir sorginni en upplifa hana aldrei.
Verkið Ég er þú og þú ert ég er persónuleg rannsókn og leið Marenar til að kynnast og minnast systur sinnar sem lést 15 ára gömul í bílslysi, fimm árum áður en Maren fæðist.
Verkið er unnið úr safni ljósmynda og minninga úr fjölskyldualbúmi. Ljósmyndir eru eina minningin sem Maren á um systur sína og alnöfnu en engu að síður hefur hún haft mikla en þögla nærveru í lífi hennar.
Maren notar blandaða tækni til að gera myndirnar að sínum með því að endurprenta þær, hún leggur eina ljósmynd ofan á aðra, saumar í þær, málar og skapar eigið verk úr efniviðnum. Verkið er verk í vinnslu og verður kannski aldrei fullklárað.
Instagram @marenvals