Guðný Maren Valsdóttir – Ég er þú og þú ert ég

Guðný Maren Valsdóttir er ein af 9 nemendum sem útskrifast úr diplómanámi í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum í byrjun árs 2023. Útskriftarverkefni nemendanna eru sýnd í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og stendur sýningin frá 16.12.2022 – 08.01.2023

Ég er þú og þú ert ég

 Að minnast manneskju sem þú hefur aldrei hitt. Að finna fyrir sorginni en upplifa hana aldrei.

Verkið Ég er þú og þú ert ég er persónuleg rannsókn og leið Marenar til að kynnast og minnast systur sinnar sem lést 15 ára gömul í bílslysi, fimm árum áður en Maren fæðist.

Verkið er unnið úr safni ljósmynda og minninga úr fjölskyldualbúmi. Ljósmyndir eru eina minningin sem Maren á um systur sína og alnöfnu en engu að síður hefur hún haft mikla en þögla nærveru í lífi hennar.

Maren notar blandaða tækni til að gera myndirnar að sínum með því að endurprenta þær, hún leggur eina ljósmynd ofan á aðra, saumar í þær, málar og skapar eigið verk úr efniviðnum. Verkið er verk í vinnslu og verður kannski aldrei fullklárað.

Instagram @marenvals

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur