Guðrún Sif Ólafsdóttir – Hugarangur

Guðrún Sif Ólafsdóttir er ein af 9 nemendum sem útskrifast úr diplómanámi í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum í byrjun árs 2023. Útskriftarverkefni nemendanna eru sýnd í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og stendur sýningin frá 16.12.2022 – 08.01.2023

Hugarangur

Í glundroða lífsins rennum við okkur frjáls í rómantískum rússíbana gegnum fortíð, nútíð og framtíð. Við sjúgum veröldina í okkur eins og mítill sýgur könguló sem hefur farið yfir móðuna miklu. Þokuskýjið yfir okkur stækkar ört. Við höngum á bláþræði og hringrás lífsins er farin að dansa örþunnan línudans. Það verður ofskömmtun af dauðadjúpum sprungum. Jafnvel regnboginn fær tár í hvarmana. Hvað er heimsendir amma?

Öfluga peð, þú stendur þig vel í leikriti lífsins. Í þér býr kynngimagnaður kraftur í eilífðar smáblómi. Jafnvægið og vonin búa í þínum kærleik. Við skulum frysta tímann og gefa grósku á ný. Harmabót er í hnossi skilyrðislausrar ástar.

Hugarangur er bókverk með ljósmyndum frá amstri hversdagsins ásamt augnablikum í íslenskri náttúru þegar listamaðurinn sækir í hana til þess að næra sálina, skilja lífið betur og hugleiða í leit að von og jafnvægi á jörðinni sem við deilum.

@gisifolafs

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna