Gunnar Ragnarsson – Vegferð

Sýning á útskriftarverkum þeirra nemenda sem útskrifast frá Ljósmyndaskólanum í desember 2025, opnar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur þann 12. des. kl. 16.00.

Sýningin stendur til 11. janúar 2026 og á sýningatímabilinu bjóða útskriftarnemendur upp á leiðsagnir um sýninguna. Sjá nánar um það á síðum Ljósmyndasafns Reykjavíkur og miðlum Ljósmyndaskólans.

Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Sýningarstjóri er Katrín Elvarsdóttir.

Gunnar RagnarssonVegferð

Í heimi stöðugra tengsla

sitja menn við skjái.
Andlitin lýsast upp, dofna, hverfa.

Fjarlægðin mælist ekki í kílómetrum,
heldur augnaráðum sem mætast ekki.

Í Tókýó býr þögnin í hávaðanum.
Ljós og hreyfing flæða saman,
fólk gengur án þess að sjá hvert annað.

Skuggar renna yfir veggi,
tíminn hreyfist áfram.
Enginn lítur upp.

Ljósmyndin varðveitir þessi augnablik,
ekki til að stöðva tímann, 

hann líður, 

minning um það sem var.

myrkrið nálgast hægt

  ég geng hljóðlega áfram 

hverf eins og ljósið

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur