Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir – Mæðgur – sumarsýning Borgarbókasafns í Spönginni.

 
Mæðgur er sumarsýning Borgarbókasafnsins í Spögninni og stendur frá 2. júní  til 26. ágúst. Þar sýnir Gunnlöð Jóna Rúnarsdóttir ljósmyndari  myndir af mæðgum; móðirin er alltaf íslensk en dæturnar eiga föður af erlendum uppruna.

 
 
Ásamt myndunum má á sýningunni sjá textabrot og hugleiðingar mæðgnanna sjálfra. Þar er m.a. komið inn á hvernig það er að alast upp og eiga tvö heimalönd. Eins er rætt um það hvernig er eiga börn af blönduðum uppruna og hvernig er að vera einstaklingur af blönduðum uppruna á Íslandi. Á sýningunni má sjá fallegan fjölbreytileika og einstök mæðgnasambönd.
Verkið Mæðgur varð fyrst til í vinnustofu í Ljósmyndaskólanum árið 2017. Síðan þá hefur það verið í hægri vinnslu og þróun og nú er loks komið að því að sýna afraksturinn.
 
 
 
 

Gunnlöð er búsett í Reykjavík, hún lauk námi við Myndlistaskólann í Reykjavík árið 2015, Ljósmyndaskólann árið 2018 og árið 2019 lauk hún mastersnámi við Elisava háskólann í Barcelona.

Hún hefur búið í Bretlandi, Kólumbíu og á Spáni og sækir mikinn innblástur til þeirra landa. Gunnlöð hefur sérhæft sig í portrettljósmyndun en tekur að sér ýmis verkefni. Hún vinnur þó sífellt að eigin verkum samhliða og hefur tekið þátt í samsýningum á Íslandi og erlendis.

Nánar um Gunnlöð hér: https://gunnlod-jona.format.com/og á instagram @gunnlod.

Mæðgur er sumarsýning Borgarbókasafnsins í Spönginni, hún stendur yfir frá 2. júní til 26. ágúst. Hana má skoða á opnunartíma safnsins, mán-fim kl. 10:00-19:00 og fös 11:00-18:00.
 
Frekari upplýsingar veitir: Sigríður Stephensen sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is
Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna