Nemendum Ljósmyndaskólans stóð á dögunum til boða stutt valnámskeið þar sem kennt var að handlita ljósmyndir. Ýmsar tilraunir voru gerðar með allskonar eins og sjá má af myndum sem fylgja færslu og andinn fór á flug.
Þetta námskeið var eitt af stuttum valmskeiðum sem nemendum skólans gefst kostur á að taka. Á slíkum námskeiðum er farið í ýmsar aðferðir og tækni sem nýtast nemendum með margvíslegum hætti t.d. við skil á verkefnum. Á þessum námskeiðum er t.d kennt að handsauma bækur, handbragð við bókband, að handlita myndir eða að prenta ljósmyndir á gler svo nokkuð sé nefnt.