Listamaður vikunnar hefur hluta af vegg í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að nota tækifærið og gera ýmsiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum.
Listamaður vikunnar að þessu sinni er Harpa Mjöll Þórsdóttir nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1.
Hún sýnir verkið Hvað ertu að spá? Myndaröðina vann hún í vinnustofunni Að segja sögur með myndum á haustönn 2021. Þar unnu nemendur undir handleiðslu Heiðu Helgadóttur, ljósmyndara.
Harpa Mjöll segir þetta um verkið Hvað ertu að spá?
Verkið fjallar um athafnir og daglegt líf spákonunar Siggu Kling. Í seríunni birtast ólíkar hliðar í fari og lífi skrautlegustu konu landsins.
Myndunum er skipt upp í þrjá hluta, hver hluti innheldur þrjár myndir sem vísa í Tarot spil og má greina fortíð, nútíð og framtíð í hverjum hluta fyrir sig.
/sr.