Harpa Thors – HULDÝPI

Harpa Thors en ein af þeim sem nú útskrifast frá Ljósmyndaskólaum með diplómu í skapandi ljósmyndun.

Útskriftarverkið hennar heitir HULDÝPI.

Harpa lætur eftirfarandi texta fylgja verkinu:

HULDÝPI

Djúpt niðri í hylnum

er hulinn heimur

þar sem þyngdarafl 

er aðeins tillaga

og raunveruleikinn 

beygður.

HULDÝPI er lifandi innsýn í falinn og fljótandi hugarheim. Áhorfanda er boðið að stíga inn í aðra veröld sem samanstendur  af ljósmynd, myndbandi og hljóði. Í verkinu blæs ég lífi í ljósmyndir mínar með því að gæða þær hreyfingu; gera vídeóverk sem  innblásið er af súrrealisma og abstraktsjón. Abstrakt ljósmynd á flæðandi efni er gátt inn í heim þar sem vídeóverk og hljóð mætast. Verkið bjagar skynjun og þar er unnið með órætt  en tilfinningaþrungið myndmál. 

HULDÝPI dregur okkur með sér í dýpið með dáleiðandi sjónarspili.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur