Harpa Þórsdóttir – Venus

Við höldum áfram að kynna verkefni nemenda sem til sýnis voru á Uppskeruhátíðinni nú í vor. Á Uppskeruhátíð sýna nemendur Námsbrautar í skapandi ljósmyndun 1 verkefni úr síðasta áfanga námsins á námsbrautinni, áfanganum Lokaverkefni. Sem viðfangsefni í áfanganum velja nemendur eitt af fjölmörgum verkefnum sem þau hafa unnið í áföngum vetrar og fá aðstoð kennara við að þróa það áfram allt til framsetningar á sýningu.
Claudia Hausfeld leiddi nemendur í vinnunni í áfanganum Lokaverkefni. 

Harpa Þórsdóttir vann áfram verkið Venus sem hún upphaflega vann í áfanganum Listasögu hjá Aðalheiði Guðmundsdóttur fyrr á önninni. Á Uppskeruhátíð sýndi hún 3 myndir úr seríunni sem prentaðar voru í fullri líkamsstærð.

VENUS er sería sem grípur á lofti brenglaða staðalímynd líkama kvenna. Verkið sýnir óraunhæfa mynd af kvenlíkama og kallast á við óraunhæfar kröfur fegurðarstaðla og staðalímynda.

Myndirnar sem Hapra sýndi á Uppskeruhátíð eru partur af mun stærri seríu/bókverkinu VENUS.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna