Á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 er kenndur grunnurinn að baki ljósmyndatækninni. Kennt er á myndavélina og annan tengdan búnað, að vinna með hverskonar ljós, einnig stafræn myndvinnsla bæði Photoshop og Lightroom og beiting hverskonar búnaðar til myndsköpunar. Nemendur læra einnig grundvallaraðferðir í aðferðum við listsköpun, fá þjálfun í að beita skapandi nálgun á öll sín viðfangsefni í náminu og læra aðferðir við að þroska og þróa hugmyndir sínar og vinnulag. Listasaga, ljósmyndasaga og listheimspeki eru einnig hluti námsins.
Kynntu þér námið á heimasíðu skólans ljosmyndaskolinn.is
Umsóknarfrestur er til 25. maí.