Hefur þú kynnt þér nám í skapandi ljósmyndun ? Umsóknarfrestur um nám næsta skólaár er til 25. maí 2023.

Ljósmyndaskólinn býður upp á  diplómanám  í skapandi ljósmyndun.

Námið  nýtist vel öllum þeim sem áhuga hafa á ljósmyndamiðlinum og fjölbreyttum og skapandi möguleikum hans. Það er einnig afar góður grunnur fyrir frekara nám í  hverskonar sjónlistum.

Á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 er kenndur grunnur í  ljósmyndun, ýmsar aðferðir við að beita ljósmyndamiðlinum og það að beita tækni og búnaði sem tilheyrir greininni. Nemendur læra á mismunandi tegundir myndavéla, að beita ljósabúnaði og að vinna með  ljós. Kennd er öll almenn stafræn myndvinnsla, prentun, skönnun og svarthvít filmuframköllun og stækkun. Aðferðir við listsköpun er mikilvægur þáttur í náminu og nemendur eru einnig kynntir fyrir ýmsum aðferðum til að þróa hugmyndir sínar og að halda utan um þær og eigið vinnuferli.

Námið er bæði bóklegt og verklegt og áhersla er á að nemendur beiti ljósmyndatækninni og aðferðum við myndvinnslu á skapandi máta og hljóta þeir mikla þjálfun í að beita tækninni við eigin listsköpun.

Námið er á fjórða hæfniþrepi, nám eftir stúdentspróf

Umsóknarfrestur um nám næsta skólaár er til 25. maí 2023.

Sjá hér

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur