Heiðrún Fivelstad – Ég byrja daginn á að keðjureykja.

Heiðrún Fivelstd er ein af nemendunum í útskriftarhópi Ljósmyndaskólans að þessu sinni.

Útskriftarverkefni hennar heitir Ég byrja daginn á að keðjureykja.

Heiðrún lætur eftirfarandi texta fylgja verki:
Hvar á hæglátt hinsegin fólk heima innan hinnar litríku og háværu birtingarmyndar hinsegin fólks, sem er hvað algengust og viðtekin af samfélaginu? Þessari spurningu velti hin ástralska Hannah Gadsby fyrir sér í uppistandinu Nannette, sem fór sigurför um heiminn og snerti ýmis hinsegin hjörtu, þar á meðal mitt eigið. Ég hafði ekki velt spurningunni fyrir mér áður en mér leið eins og loksins varpaði einhver ljósi á veruleika minn, sem fékk mig til að staldra við og hugsa.

Ég byrja daginn á að keðjureykja er nokkurskonar svar við þessari spurningu en þar veiti ég innsýn inn í líf og hugarheim hæglátrar hinsegin konu. Verkið er sjónræn dagbók sem spannar átján mánaða tímabil. Þar leitast ég við að svara spurningum á borð við hvað einkennir hinsegin líf, hvernig hinsegin líf lítur út og hvað sé „nógu“ hinsegin til að teljast hluti af því. 

Við vinnslu verksins notaðist ég við ýmsar eldri gerðir einfaldra filmuvéla, svo sem skyndimyndavélar og einnota myndavélar. Með því vísa ég í hefðir fjölskyldumynda uppeldisáranna sem teknar voru á slíkar vélar til að skrásetja merkisviðburði og fjölskyldusamkomur. Í verkinu beini ég hins vegar sjónum að augnablikum í mínu daglega lífi sem eflaust hefðu þótt of ómerkileg til að rata í fjölskyldualbúm þess tíma, en eru mér kær. 

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur