Helga Katrínardóttir – Ofin

Helga Katrínardóttir er ein 8 nemenda sem útskrifast úr diplómanámi í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum í byrjun árs 2022. Útskriftarverkefni nemendanna eru sýnd í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og stendur sýningin til 9. janúar.

Ofin

Verkið Ofin er rannsókn á því hvernig áföll erfast á milli kynslóða. Helga Katrínar notar móður sína sem viðfangsefni í eigin rannsókn þar sem hún skoðar gildi og hugmyndir sem hafa verið ríkjandi í uppvexti hennar. Í fjölskyldu þar sem virði einstaklingsins er metið út frá námsárangri biður Helga móður sína um að rífa niður fýsíska eintakið af bakkalárritgerð sinni og saman leita þær að örum undir hári Helgu. Getur verið að Helga hafi erft líkamleg ör móður sinnar sem hún ber eftir fall af fjórðu hæð á unglingsárum? Nær líkaminn að sýna það sem sálin ber?

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur