Helgi Vignir Bragason – bókverkið 5 stig sorgar

 

Vinnstofur eru stór hluti náms í Ljósmyndaskólanum en þar vinna nemendur að tilteknum verkefnum í afmarkaðan tíma undir handleiðslu listamanna og sérfræðinga í því viðfangsefni sem til umfjöllunar er hverju sinni.

Á vormisseri er Ljósmyndabókinn einn vinnustofuáföngum nemenda Námsbrautar í skapandi ljósmyndun 2. Það var Arnar Freyr Guðmundsson (SudioStudio) sem að þessu sinni vann með nemendum. Viðfangsefnið þar var meðal annars að gera ljósmyndabók með eigin verkum.

Bókverkið 5 stig sorgar var skilaverkefni Helga Vignis Bragasonar í áfanganum.

„Rekstur hjólhýsasvæðis við Laugarvatn á sér hátt í 50 ára sögu og hafa margar fjölskyldur notið dvalar þar. Ákvörðun sveitarfélagsins að loka garðinum var mjög umdeild og kallaði fram sterk viðbrögð íbúa garðsins. Verkið Fimm stig sorgar fjallar um það ferli sem manneskjan gengur i gegnum þegar hún missir eitthvað sem er henni kært. Myndirnar í verkinu eru teknar á 18 mánaða tímabili, frá því að tilkynnt var að garðinum yrði lokað og þar til ummerki mannsins voru að hverfa.“ 

 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar opnur úr verkinu.

    

 

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur