Undir lok náms á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 taka nemendur áfangna sem nefnist Lokaverkefni. Þar velja nemendur eitt af þeim verkefnum sem þau hafa unnið í áföngum vetrar og fá aðstoð kennara við að þróa það áfram allt til framsetningar á sýningu. Claudia Hausfeld leiddi nemendur í vinnunni í áfanganum Lokaverkefni.
Helgi Vignir Bragason nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 hefur mikið fjallað um sóun í byggingariðnaði í verkum sínum á námstímanum. Hann tók nýja nálgun á það viðfangsefni í Lokaverkefninu.
Frákast / Discard, 2022
Hágæða bleksprautuprent, fundinn harðviður / archival inkjet print, found hardwood
Verkið Frákast fjallar um sóun í byggingariðnaði. Byggingariðnaðurinn hefur mikil áhrif á loftslagsbreytingar og hlýnun jarðar. Á Evrópusambandssvæðinu er talið að byggingariðnaðurinn sé ábyrgur fyrir um 40% af allri orkunotkun og um 39% af öllum kolefnisútblæstri. Samkvæmt erlendum rannsóknum fer allt að 30% þyngdar þess byggingarefnis sem kemur á byggingarstað aftur af staðnum í formi úrgangs. Talið er að þessar tölur gætu líka átt við um íslenska byggingariðnaðinn, en um 49% af úrgangi á Íslandi árið 2017 tengist honum. Fyrir um tveimur árum byrjaði ég að taka rusl með mér heim af byggingarsvæðum í formi afskurða, umbúða og einnota byggingarefnis. Tilgangurinn var óljós í upphafi, en ég vissi að mig langaði að nota þennan efnivið í ljósmyndaverk á einhvern hátt. Verkið Frákastsamanstendur af eins konar portrett myndum af byggingarúrgangi með mismunandi lituðum bakgrunni sem oft er í andstæðum lit við hlutinn á myndinni. Með því er ætlunin að gera myndirnar aðlaðandi fyrir augað. Rammarnir eru gerður úr gæða harðviði sem rifinn var niður við húsnæðisbreytingar fyrir um nokkrum árum og átti að farga en hefur hér öðlaðast nýtt líf. Tilgangurinn er að draga áhorfandann að með fegurð myndanna, en um leið vekja athygli á málefninu.
Instagram: @helgi.vignir