Hildur Örlygsdóttir – Litróf

Hildur Örlygsdóttir er ein 8 nemenda sem útskrifast úr diplómanámi í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum í byrjun árs 2022. Útskriftarverkefni nemendanna eru sýnd í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og stendur sýningin til 9. janúar.

Litróf

Verkið Litróf er leið Hildar til að vinna sjónrænt með hugmyndir okkar um kyn og kynvitund í síbreytilegum heimi. Hvort sem fólk upplifir sig flæðandi í kyngervi sínu, samtímis kvenkyns og karlkyns, hvorki karlkyns né kvenkyns eða skilgreinir ekki kyn sitt, þá verða hin áður skörpu skil milli karlmennsku og kvenleika sífellt óskýrari.

Fyrir sum hljóma þessar hugmyndir nýstárlegar en frá örófi alda hafa þó verið til jaðarhópar sem ekki hafa fallið inn í hina hefðbundnu kynjatvíhyggju. Þannig sækir Hildur innblástur í hugmyndir hindúisma um heilagleika hins þriðja kyns, en einnig til plönturíkisins þar sem tvíkynja blóm eru talin vera líffræðileg fullkomnun. Hún nýtir sér ljósmynda- og myndvinnslutækni með því að snúa við (e. invert) litum í hluta ljósmyndarinnar. Úr verður samspil andstæðra lita sem kallast á og vísa í að öll erum við samansett af mismunandi þáttum; orku, efni og andstæðum eiginleikum sem saman skapa hið innra og marglaga landslag manneskjunnar.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna