Ingunn Rós – bókverkið Mountain Mistery

Nemendur Námsbrautar í skapandi ljósmyndun 2 taka vinnustofuna Ljósmyndabókin.   Arnar Freyr Guðmundsson   leiddi vinnuna.

Megin markmið áfangans er að nemendur vinni eigin hugmynd í drög að bókverki. Kynnist vinnuaðferðum sem hægt er að beita við gerð bókverka og þjálfist í því að afmarka efni, að slípa þráð og skerpa á framsetningu í myndrænni frásögn. Markmiðið er einnig að nemendur kynnist ólíkum leiðum við framsetningu efnis í bókverki og auki við þekkingu á mikilvægi bókverka í samtímalistum.

Skilaverkefni nemenda í þessum áfanga eru fjölbreytt og framsetningin einnig  enda möguleikar í bókverkagerð nánast óþrjótandi.

Ingunn Rós Haraldsdóttir – Mountain Mistery.

Bókverkið Mountain Mystery var skilaverkefni Ingunnar Rósar. Þar skoðar hún mörk ljósmyndarinnar, hvað gerist við það að breyta sjónarhorni á viðfangsefnið.
Hún segir:
Myndirnar eru samansafn mynda sem ég hef tekið á leið minni heim frá ömmu. Leiðina þekki ég vel en hún virðist aldrei eins. Nýir hlutir vekja athygli mína í hverri ferð og með myndavélinni næ ég augnablikum sem fela í sér óvæntar uppgötvanir. Ein ljósmynd getur verið margar myndir með að breyta sjónarhorninu á viðfangsefnið. Ég endurtek nokkrar myndir með litlum breytingum en við það verða til aðrar og ólíkar myndir. 

 

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna