Kristín Ásta Kristinsdóttir – Millirými

Kristín Ásta Kristinsdóttir er ein af 9 nemendum sem útskrifast úr diplómanámi í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum í byrjun árs 2023. Útskriftarverkefni nemendanna eru sýnd í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og stendur sýningin frá 16.12.2022 – 08.01.2023

Millirými

Óstaður þar sem við dveljum á meðan tilveran er á hvolfi. Tíminn milli þess sem var og þess sem verður. Biðtími þar sem umbreytingar geta átt sér stað ef við stöldrum við og leyfum þeim að móta okkur. Óvissa.

Í verkinu Millirými vinnur Kristín Ásta með aldagamla tækni „Camera Obscura“. Tæknin, sem var fyrsti vísir að ljósmyndun, felst í því að myrkva herbergi og hleypa inn dagsbirtu í gegnum lítið gat á glugga. Við það varpast það sem er fyrir utan gluggann inn í herbergið, speglað og á hvolfi. Þar með fangar hún á einni og sömu ljósmyndinni heiminn sem bíður fyrir utan og myrkvað innra rýmið.

Millirými endurspeglar staði í samfélaginu sem eru okkur flestum óviðkomandi. Sjónarhorn þess sem dvelur þar er bundið við ákveðið rými og upplifun af þeirri sýn sem bíður fyrir utan. Verkið fangar eitt andartak; óræðan tíma og óvissu, sem einkennir dvalartíma á þessum stöðum.

Instagram @kristinasta_photography

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur