Millirými
Óstaður þar sem við dveljum á meðan tilveran er á hvolfi. Tíminn milli þess sem var og þess sem verður. Biðtími þar sem umbreytingar geta átt sér stað ef við stöldrum við og leyfum þeim að móta okkur. Óvissa.
Í verkinu Millirými vinnur Kristín Ásta með aldagamla tækni „Camera Obscura“. Tæknin, sem var fyrsti vísir að ljósmyndun, felst í því að myrkva herbergi og hleypa inn dagsbirtu í gegnum lítið gat á glugga. Við það varpast það sem er fyrir utan gluggann inn í herbergið, speglað og á hvolfi. Þar með fangar hún á einni og sömu ljósmyndinni heiminn sem bíður fyrir utan og myrkvað innra rýmið.
Millirými endurspeglar staði í samfélaginu sem eru okkur flestum óviðkomandi. Sjónarhorn þess sem dvelur þar er bundið við ákveðið rými og upplifun af þeirri sýn sem bíður fyrir utan. Verkið fangar eitt andartak; óræðan tíma og óvissu, sem einkennir dvalartíma á þessum stöðum.
Instagram @kristinasta_photography